Teboð að hætti breskra hefðarmeyja
Kvenfélag Staðarhrepps er eitt af elstu kvenfélögum i Skagafirði en það var stofnað árið 1908.
Félagskonur eru nú 25 talsins og hafa það fyrst og framst að markmiði að láta gott af sér leiða í samfélaginuog njóta góðs félagsskapar.Kvenfélagskonur hafa verið óþreytandi að brydda uppá nýjungum í starfi sínu og héldu t.d. Teboð fyrir félagskonur sl. haust.
Nú hafa þær ákveðið að bjóða Skagfirskum hefðarmeyjum, hefðarfrúm, herrum og sveinum uppá slíkt boð í Melsgili sunnudaginn 23. ágúst.
Boðið verður uppá ýmsar gerðir af tei ásamt meðlæti.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Sunnudaginn, 23. ágúst
15.00 - 18:00
2.500 ISK
Bókanir fara fram í gegnum tölvupóst (Ef tekið sé fram í texta að nauðsynlegt sé að bóka fyrirfram):
[email protected]