GDPR Cookie Consent by FreePrivacyPolicy Réttir Food Festival 2020

Réttir Food Festival

14. - 23. Ágúst 2020

Réttir Food Festival er matarhátíð á Norðurlandi vestra, þar sem heimamenn gera það sem þeir kunna best: Taka á móti gestum og töfra fram kræsingar.
Norðurland vestra státar af ríkri matarhefð, þar sem matarupplifun er í hávegum höfð og veitingastaðir og barir um allt svæðið kappkosta að bjóða upp á afbragðs mat og drykk frá hinum ýmsu heimshornum. Flestir þeirra bjóða upp á árstíðabundna matseðla, sem endurspegla hráefnið af svæðinu með áherslu á það ferskasta hverju sinni.
Sem mikið landbúnaðar-og sjávarútvegssvæði stendur Norðurland vestra fyrir mikla grósku í framleiðslu á hráefni og staðbundnum vörum. Hér bjóða framleiðendur gestum sínum upp á að kynnast afurðum sínum í opnu húsi með fræðslu og áhugaverðu smakki.
Réttir Food Festival er tíu daga matarhátíð, þar sem mikið er um dýrðir með fjölbreyttum og skemmtilegum uppákomum, og veitingastaðir og framleiðendur á öllu svæðinu bjóða gestum sínum upp á ógleymanlega upplifun í mat og drykk.

Komdu og taktu þátt með okkur og njóttu þess sem Norðurland vestra hefur upp á að bjóða.
Réttir Food Festival verður næst haldin 14.-23.ágúst 2020 og viðburðadagskrá verður birt 1.júní n.k.
Styrktaraðilar